Argentína hitaði upp með sigri á Ítalíu

Manuel Lanzini skoraði í kvöld.
Manuel Lanzini skoraði í kvöld. AFP

Undirbúningur argentínska landsliðsins í fótbolta fyrir HM í Rússlandi í sumar er kominn af stað og hafði fyrsti mótherji Íslands á mótinu betur gegn Ítalíu, 2:0, er þjóðirnar mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Éver Banega, leikmaður Sevilla og Manuel Lanzini, leikmaður West Ham skoruðu mörkin. Nígeríumenn eru einnig með íslenska liðinu í riðli og Victor Moses skoraði sigurmark þeirra í 1:0-sigri á Pólverjum.

Margar þjóðir undirbúa sig nú fyrir heimsmeistaramótið og vann Úrúgvæ t.d 2:0-sigur á Tékkum í Kína þar sem Luis Suárez og Edinson Cavani skoruðu. Philippe Coutinho, João Miranda og Paulinho skorðu mörk Brasilíumanna sem unnu Rússa í Moskvu, 3:0. 

Lærisveinar Lars Lagerbäck í norska landsliðinu fengu heimsókn frá Ástralíu og unnu öruggan 4:1-sigur. Ola Kamara skoraði þrennu fyrir Norðmenn. Þýskaland og Spánn mættust í viðureign risanna í Evrópu í Dusseldorf. Rodrigo kom Spánverjum yfir áður en Thomas Müller jafnaði og þar við sat, 1:1. 

Jesse Lingard tryggði Englendingum 1:0-sigur á Hollandi í Amsterdam á meðan Frakkar töpuðu gegn Kólumbíu í mögnuðum leik, 3:2. Olivier Giroud og Thomas Lemar komu Frökkum í 2:0 en Luis Muriel Falcao og Juan Quintero skoruðu allir fyrir Kólumbíu og snéru leiknum við.

Jesse Lingard fagnar sigurmarki sínu.
Jesse Lingard fagnar sigurmarki sínu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert