Ísland upp um eitt sæti

Ísland er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA.
Ísland er í 19. sæti á styrkleikalista FIFA. mbl.is/Golli

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fer upp um eitt sæti og er í 19. sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem gefinn var út í morgun. Af Evrópuþjóðum eru Íslendingar í 11. sæti.

Bandaríkin halda toppsætinu á styrkleikalistanum en England og Þýskaland hafa sætaskipti. England er í öðru sæti og Þýskaland í þriðja sætinu.

Ísland er í þriðja sæti af Norðurlandaþjóðunum á eftir Svíþjóð og Danmörku.

20 efstu þjóðirnar á styrkleikalistanum:

1. Bandaríkin
2. England
3. Þýskaland
4. Kanada
5. Frakkland
6. Ástralía
7. Holland
8. Brasilía
9. Svíþjóð
10. N-Kórea
11. Japan
12. Spánn
13. Danmörk
14. Noregur
15. Ítalía
16. S-Kórea
17. Kína
18. Sviss
19. ÍSLAND
20. N-Sjáland

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert