Meiðsli Kára ekki alvarleg

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Árnason var áberandi í 2:0-útisigri Aberdeen á Motherwell í skosku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kári skoraði fyrra mark Aberden með góðum skalla eftir hornspyrnu en þurfti að fara af velli vegna meiðsla undir lok leiksins.

Derek McInnes, knattspyrnustjóri Aberdeen, segir meiðslin ekki alvarleg. „Það er í lagi með Kára. Hann fékk skurð á hökuna eftir tæklingu frá Shinnie [Graeme Shinnie, liðsfélagi Kára].

Þetta hefði átt að vera gult spjald á Shinnie en hann slapp því þeir eru liðsfélagar,“ sagði McInnes léttur. Kári spilaði vel í dag,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert