Datt einhver á lyklaborðið?

Sá eða sú sem sér um Twitter-aðgang ítalska knattspyrnuliðsins Roma átti erfitt með sig í kvöld þegar Rómverjar sigruðu Barcelona 3:0 og tryggðu sér þar með sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þegar Kostas Manolas skoraði þriðja markið urðu Twitter-skilaboðin illskiljanleg.

DAJEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEEeifefefbejfwjofnwjfnwjfbrufbwfubweufbewfuewbewbfwejfwjlfjfwfjlwfjbfjwfbwjfbwjofwjfnewjofnewjofnwjfnweAHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH!!!!!!!!!!!!! “ voru skilaboðin sem bárust og fyrir neðan stóð staðan í leiknum, 3:0 fyrir Roma.

Frétt mbl.is: Roma sló Barcelona úr keppni

Manolas skoraði þriðja markið átta mínútum fyrir leikslok en Barcelona hafði unnið fyrri leikinn á Spáni 4:1. Fáir bjuggust við því að Rómverjar kæmust áfram og ofsafengin fagnaðarlæti þeirra skiljanleg.

Rómverjar fagna í kvöld.
Rómverjar fagna í kvöld. AFP
Lionel Messi gekk hnípinn af velli á meðan Rómverjar fögnuðu.
Lionel Messi gekk hnípinn af velli á meðan Rómverjar fögnuðu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert