Skil ekki þessi mótmæli Juventus

Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa skorað úr vítaspyrnunni.
Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa skorað úr vítaspyrnunni. AFP

Cristiano Ronaldo vísar mótmælum leikmanna Juventus á bug um að ekki hafi verið um vítaspyrnu að ræða í uppbótartímanum í dramatískum leik Real Madrid og Juventus í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld.

Ronaldo skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og skaut þar með Real Madrid áfram í undanúrslitin. Leikmenn Juventus trylltust þegar Michael Oliver benti á punktinn og markvörðurinn reyndi Gianluigi Buffon fékk rautt spjald fyrir kröftug mótmæli.

„Ég skil ekki af hverju þeir eru að mótmæla þessum vítaspyrnudómi. Ef það hefði ekki verið brotið á Lucas þá hefði hann skorað. En við erum komnir í undanúrslitin og erum ánægðir með það,“ sagði Ronaldo í viðtali við beIN Sports.

„Þetta var mjög langur leikur og hann sýndi að það er ekkert öruggt í fótboltanum og við þurftum að berjast allt til loka,“ sagði Ronaldo en eftir að hafa unnið fyrri leikinn í Tórinó, 3:0, tókst Juventus að komast í 3:0 áður en Ronldo skoraði úr vítaspyrnunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert