Gat ekki skoðað leikmenn vegna bakvandamála

Åge Hareide.
Åge Hareide. AFP

Norski knattspyrnuþjálfarinn Åge Hareide, þjálfari danska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem er á leið til Rússlands á HM, þurfti að hætta við nokkrar af ferðum sínum þar sem hann ætlaði sér að skoða nokkra af þeim leikmönnum sem eru í baráttunni um að komast í lokahóp Dana vegna bakvandamála .

Þetta kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins í dag en Hareide er að glíma við brjósklos og þurfti að dvelja heima fyrir. Bakvandamál Hareide hófust eftir að hann datt á skíðum í janúar á þessu ári en hann þurfti að fara fyrr heim í æfingabúðum landsliðsins í Abu Dhabi fyrr á árinu.

Hareide ætlaði að kíkja á Pione Sisto og Daniel Wass sem leika með Celta Vigo, Jonas Knudsen hjá Ipswich, Andreas Christensen sem leikur með Chelsea og Pierre-Emile Højbjerg í Southampton.

Aðstoðarþjálfarinn Jon Dahl Tomasson mun aftur á móti fara í ferðirnar í stað Norðmannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert