Burst og enn einn bikarsigur Barcelona

Andrés Iniesta fyrirliði Barcelona lyftir bikarnum.
Andrés Iniesta fyrirliði Barcelona lyftir bikarnum. AFP

Barcelona varð í gærkvöld spænskur bikarmeistari í knattspyrnu í 30. skipti með því að bursta Sevilla, 5:0, í úrslitaleik sem fram fór í Madrid.

Staðan var 3:0 í hálfleik eftir tvö mörk frá Luis Suárez og eitt frá Lionel Messi og Andrés Iniesta bætti við fjórða markinu í byrjun síðari hálfleiks. Philippe Coutinho átti síðan lokaorðið á 69. mínútu úr vítaspyrnu.

Barcelona hefur þar með orðið bikarmeistari fjögur ár í röð og er lang sigursælasta lið keppninnar en Athletic Bilbao kemur næst með 23 bikarsigra og Real Madrid með 19.

Bikarmeistarar Barcelona fagna.
Bikarmeistarar Barcelona fagna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert