Real leikur til úrslita þriðja árið í röð

Real Madrid leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu, þriðja árið í röð, eftir 2:2-jafntefli gegn Bayern Munchen í síðari leik liðanna í undanúrslitunum á Santiago Bernabeu í kvöld. Madrid vann fyrri leikinn 2:1 og því einvígið samtals 4:3.

Gestirnir frá Þýskalandi fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Joshua Kimmich skoraði eftir aðeins þriggja mínútna leik. Þeir voru þó stutt í draumalandi þar sem Frakkinn Karim Benzema jafnaði metin á 11. mínútu.

Benzema var svo aftur á ferðinni eftir aðeins þrjátíu sekúndur í síðari hálfleik til að skora eftir skelfileg mistök Svens Ulreich í marki Bayern. Sá þýski fékk sendingu til baka frá eigin leikmanni en virtist gleyma reglunum um stundarsakir, fyrst ætlaði hann að grípa boltann með höndum en áttaði sig svo og reyndi þá að sparka til hans en það var um seinan. Benzema hirti boltann af honum og skoraði í autt markið.

Gestirnir komu þó með eitt loka áhlaup og jöfnuðu metin á 63. mínútu en það gerði James Rodríguez gegn sínum gömlu félögum. Bæjarar reyndu svo allt hvað þeir gátu undir lokin til að kreista fram markið sem þeim vantaði en allt kom fyrir ekki.

Real Madrid mun því leika til úrslita, þriðja árið í röð, en Madrídingar hafa orðið Evrópumeistarar síðustu tvö ár.

Leikmenn Real Madrid fagna í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna í kvöld. AFP
Real Madrid 2:2 Bayern opna loka
90. mín. Mats Hummels (Bayern) á skalla sem fer framhjá Var þetta færið? Hummels skallar framhjá eftir hornspyrnu. Lítið eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert