Vill ekki Salah fyrir Ronaldo

Cristiano Ronaldo og Zinedine Zidane.
Cristiano Ronaldo og Zinedine Zidane. AFP

Zinedine Zidane þjálfari Evrópumeistara Real Madrid segir að hann myndi ekki vilja skipta á Cristiano Ronaldo fyrir Egyptann Mohamed Salah leikmann Liverpool.

Ronaldo og Salah hafa báðir skorað 44 mörk fyrir lið sín á tímabilinu en þeir mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á ólympíuleikvanginum í Kiev á laugardagskvöldið.

Þegar Zidane var spurður hvort hann vildi skipta út Ronaldo fyrir Salah sagði hann;

„Nei ég er með Ronaldo og ég ræði bara um mína leikmenn,“ sagði Zidane en Salah hefur verið sterklega orðaður við spænska stórliðið undanfarnar vikur.

„Liverpool hefur átt frábært tímabil, bæði í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni. Liðið getur valdið okkur vandræðum. Við erum meðvitaðir um það. Það er ekkert sem á að koma okkur á óvart í þeirra leik og það sama gildir um Liverpool gagnvart okkur. Liðin þekkja vel hvort annað,“ sagði Zidane við fréttamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert