Yfirburðir spænskra liða í Evrópu

Zinedine Zidane með verðlaunagrip Meistaradeildarinnar árin 2016, 2017 og 2018.
Zinedine Zidane með verðlaunagrip Meistaradeildarinnar árin 2016, 2017 og 2018. AFP

Spænsk knattspyrnulið hafa haft algjöra yfirburði í Evrópukeppnunum tveimur síðustu fimm keppnistímabil. Aðeins einu sinni, frá og með árinu 2014, hefur lið frá öðru landi en Spáni unnið aðra keppnina.

Real Madrid hefur unnið Meistaradeild Evrópu þrjú ár í röð með sigrinum á Liverpool í gærkvöld. Barcelona vann Meistaradeildina 2015 og Real árið 2014.

Í Evrópudeildinni vann Sevilla Evrópudeildina árin 2014-2016 og Atlético Madrid í ár. Manchester United vann hins vegar Evrópudeildina árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert