Fá rúmlega 300 milljónir fyrir Hörð

Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Ljósmynd/Bristol City

Rússneska knattspyrnuliðið CSKA Moskva mun greiða enska B-deildarliðinu Bristol City 2,5 milljónir evra, jafngildi 306 milljóna króna, fyrir landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon samkvæmt heimildum staðarblaðsins í Bristol, Bristol Post.

Að sögn blaðsins mun Hörður Björgvin skrifa undir fjögurra ára samning og verður tilkynnt um kaupin á næstu dögum en hann samningur hans tekur gildi 1. júlí í sumar.

Bristol Post segir að Lee Johnson knattspyrnustjóri Bristol City hafi ekki viljað selja Hörð Björgvin til að byrja með en hafi síðast fallist á það og telur að það sé best fyrir alla aðila.

Hörður Björgvin lék 52 leiki með Bristol City en hann kom til liðsins frá Juventus árið 2016 og gerði þriggja ára samning.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert