Sá aldrei fyrir mé að fara til annars liðs

Samuel Umtiti handsalar samninginn við Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona.
Samuel Umtiti handsalar samninginn við Josep Maria Bartomeu forseta Barcelona. AFP

Franski landsliðsmaðurinn Samuel Umtiti segir að hann hafi hugsað um að spila með neinu öðru liði en Barcelona en hann hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Katalóníuliðið.

Hægt er að kaupa upp samning leikmannsins fyrir upphæð að andvirði 62 milljarða íslenskra króna en Umtiti, sem er 24 ára gamall, kom til Barcelona frá franska liðinu Lyon fyrir tveimur árum.

„Ég er mjög ánægður og stoltur að hafa framlengt samninginn við Barcelona. Draumur minn var að spila með þeim bestu. Frá fyrsta degi hefur mér liðið eins og heima hjá mér hjá félagi sem ég vill vera áfram hjá. Ég sá aldrei fyrir mé að fara til annars liðs,“ sagði Umtiti á fréttamannafundi í dag.

„Þetta félag hefur verið í hjarta mínu frá því ég var strákur og það er draumur að spila hér með leikmönnum eins og Messi.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert