Mamic dæmdur í fangelsi og flúði land

Zdravko Mamić var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi …
Zdravko Mamić var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi á dögunum. AFP

Zdravko Mamic, fyrrverandi varaforseti króatíska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi af króatískum dómstólum fyrir spillingu. Mamic dró að sér milljónir evra þegar að hann var framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Dinamo Zagreb.

Stuðningsmenn Dinamo Zagreb hafa lengi sakað hann um að stela peningum af félaginu en stórir leikmenn á borð við Luka Modric og Dejan Lovren hafa verið seldir frá félaginu í gegnum tíðina. Mamic hefur verið duglegur að hagnast á þessum sölum en árið 2005 réð hann bróður sinn, Zoran Mamic, sem þjálfara liðsins.

Þeir voru báðir handteknir árið 2015 og hafa nú verið dæmdir, ásamt tveimur öðrum sem tóku þátt í fjárdrættinum. Mamic flúði yfir landamærin til Bosníu á dögunum eftir að dómurinn var kunngjörður og hefur ekki spurst til hans síðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert