Mo Salah svarar Ramos

Sergio Ramos og Mo Salah ræða málin.
Sergio Ramos og Mo Salah ræða málin. AFP

Sergio Ramos reiddi marga stuðningsmenn Liverpool með ummælum sínum um úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á dögunum. Mo Salah meiddist eftir samstuð við Ramos í leiknum og Loris Karius fékk heilahristing eftir annan árekstur og voru margir stuðningsmenn Liverpool mjög óánægðir með Spánverjann sem gerði lítið úr atvikunum. 

„Ég hef horft á þetta aft­ur og það var hann sem greip í mig. Hann dett­ur á öxl­ina sem er hinum meg­in við mig, það var ekk­ert sem ég gat gert í þessu,“ sagði Ramos um meiðsli Salah áður en hann bætti við:

„Eft­ir að markmaður­inn þeirra gaf það svo út að ég hefði hálfrotað hann þá bíð ég bara eft­ir því að Fir­mino segi að ég hafi smitað hann af kvefi, eft­ir að svita­dropi frá mér lenti á hon­um. Ég hef rætt við Salah og það er allt í góðu á milli okk­ar, hann hefði getað spilað seinni hálfleik­inn ef hann hefði fengið sprautu við verkj­un­um. Ég þekki axl­ar­meiðsli vel og það er hægt að kom­ast í gegn­um sárs­auk­ann.“

Mohamed Salah hefur nú svarað fyrir sig og segist hann ekki hafa sæst við Ramos. „Hann sendi mér skilaboð en ég svaraði þeim ekki. Hann virðist vita hvernig mér líður, þannig að kannski segir hann mér næst að ég verði tilbúinn fyrir HM,“ sagði Salah við spænska dagblaðið Marca. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert