Forseti Juventus hittir Ronaldo í Grikklandi

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Andrea Agnelli, forseti ítalska knattspyrnuliðsins Juventus, er mættur til Grikklands til fundar við portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo en Juventus leggur allt kapp á að fá hann til liðs við sig frá Real Madrid.

Ronaldo er í fríi í Grikklandi ásamt syni sínum og unnustu sinni en Agnelli lét það ekki trufla sig og vonast til að geta landað samningi við Ronaldo.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Massimiliano Allegri þjálfari Juventus hafi rætt við Ronaldo í síma í gær.

Hello Ronaldo, er fyrirsögnin í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport en þar er vísað til símtals Allegri við Ronaldo.

Ítalska blaðið La Gezzetta segir að Jorge Mendes umboðsmaður Ronaldo sé væntanlegur til Madrid í dag þar sem hann mun funda með forráðamönnum Real Madrid varðandi félagaskiptin.

Upplýsingar um væntanlegt kaupverð eru enn óljósar. Gazzetta dello Sport segir að Juventus muni greiða 120 milljónir evra en Corriere dello Sport segir að upphæðin sé á bilinu 130-150 milljónir evra.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BlBucrjlXdV/" target="_blank">❤️</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/cristiano/" target="_blank"> Cristiano Ronaldo</a> (@cristiano) on Jul 9, 2018 at 3:02pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert