Real staðfestir brotthvarf Ronaldo

Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Real Madrid.
Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Real Madrid. AFP

Evrópumeistarar Real Madrid staðfestu í dag brottför Cristiano Ronaldo, en hann mun ganga í raðir Ítalíumeistara Juventus. Juventus hefur ekki staðfest félagsskiptin en Real Madrid greinir frá því í dag að hann muni yfirgefa félagið.

„Real Madrid vill þakka besta knattspyrnumanni í heimi fyrir tímann sem við höfum átt saman. Það er tími sem er með þeim betri sem félagið hefur upplifað. Real Madrid verður alltaf heimilið þitt," segir m.a í yfirlýsingu spænska félagsins. 

Juventus borgar um 100 milljónir evra fyrir sóknarmanninn og ætti hann að vera orðinn leikmaður félagsins áður en vikan er öll. 

„Tíminn minn í Real Madrid hefur verið sá besti á ævi minni. Ég er ótrúlega þakklátur félaginu og borginni. Ég get bara þakkað fyrir alla ástina sem ég hef fundið fyrir. Nú er hins vegar kominn tími á næsta kafla hjá mér," skrifaði Ronaldo í opnu bréfi til stuðningsmanna Real Madrid. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert