Ronaldo til Juventus vegna Messi

Ryan Giggs, goðsögn hjá Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo hafi skipt yfir úr Real Madrid til Juventus, til að sanna að hann sé betri knattspyrnumaður en Argentínumaðurinn Lionel Messi.

Juventus borgaði um 100 milljónir evra fyrir Portúgalann, sem skrifaði undir fjögurra ára samning við ítalska félagið. Giggs segir að Ronaldo vilji sanna að hann sé betri en Messi, með því að spila vel á Englandi, Spáni og Ítalíu, en Messi hefur allan sinn feril spilað með Barcelona á Spáni. 

„Að hafa Manchester United, Real Madrid og núna Juventus á ferilskránni er magnað. Hann hugsar vart um annað en að vera betri en Messi og hann vill sanna að hann getur það með því að vera góður í nokkrum löndum í staðinn fyrir bara á Spáni eins og Messi,“ sagði Giggs í samtali við ITV. 

Cristiano Ronaldo er orðinn vinsæll hjá stuðningsmönnum Juventus.
Cristiano Ronaldo er orðinn vinsæll hjá stuðningsmönnum Juventus. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert