Bjóst ekki við að lenda í þessum aðstæðum

Framherjinn Árni Vilhjálmsson er án samnings eftir að Jönköping Södra …
Framherjinn Árni Vilhjálmsson er án samnings eftir að Jönköping Södra rifti samningi sínum við hann í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Sambandið á milli mín og félagsins var einfaldlega búið. Ég vil ekki fara út í nein smáatriði en þetta gekk einfaldlega ekki upp,“ sagði Árni Vilhjálmsson, fyrrverandi leikmaður sænska knattspyrnufélagsins Jönköping Södra, í samtali við Morgunblaðið í gær en sænska félagið rifti samningi sínum við Árna í gærmorgun.

Flæktist í niðurskurð

„Það var tekin ákvörðun í morgun (í gær) um að það besta í stöðunni væri að rifta samningnum og að við myndum róa í sitthvora áttina. Þetta var hins vegar gert í góðu samráði við alla aðila og það er enginn biturleiki eða neitt slíkt vegna þessarar ákvörðunar. Það er stundum þannig þegar félög falla niður um deild að peningaflæðið minnkar. Erlendir leikmenn eru oft dýrari í rekstri en þessir uppöldu og félagið er núna að reyna skera niður kostnað hjá sér. Það bitnaði á mér í þessu ákveðna tilfelli.“

Árni viðurkennir að hann hafi alls ekki átt von á því að hann yrði samningslaus á miðju tímabili. Hann bjóst hins vegar allt eins við því að hann myndi yfirgefa liðið í félagaskiptaglugganum.

Kom á óvart

„Ég átti gott spjall við forráðamenn félagsins í sumar og ég get alveg viðurkennt það að ég sá það í kortunum að ég gæti fært mig um set í glugganum. Ég bjóst hins vegar alls ekki við því að ég myndi lenda í þessum aðstæðum sem ég er kominn í núna, að vera án samnings, á miðju tímabili. Ég bjóst hins vegar við því að ég gæti verið á förum og umboðsmaður minn hefur verið að vinna í þeim hlutum fyrir mig að undanförnu.“

Viðtalið við Árna má sjá í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert