Ronaldo trekkir að

Ronaldo í fyrsta leik sínum með Juventus.
Ronaldo í fyrsta leik sínum með Juventus. AFP

Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo vekur áhuga fólks hvert sem hann fer í heiminum. Eins og flestum knattspyrnuáhugamönnum ætti að vera kunnugt um fór Ronaldo til Juventus frá Real Madrid í sumar og er áhrifa hans farið að gæta nú þegar í áhorfi á ítalska boltann. 2,3 milljónir manna horfðu á fyrsta leik hans með Juventus í Seria A sem er 68% aukning frá fyrsta leik Juventus í fyrra.

Leikurinn endaði með 3:2 sigri Juventus og spilaði Ronaldo allar 90 mínúturnar án þess að skora. 

Þetta eru fjórðu hæstu áhorfendatölur síðan Sky hóf að sýna leikina á Ítalíu. Aðeins nágrannaslagir Inter Mílanó og AC Milan árin 2013 og 2016, auk leiks Roma og Juventus árið 2015, höfðu meira sjónvarpsáhorf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert