Arnór á leið í læknisskoðun hjá CSKA

Arnór Sigurðsson er á leiðinni til Rússlands.
Arnór Sigurðsson er á leiðinni til Rússlands. Ljósmynd/Norrköping

Arnór Sigurðsson er á leið í læknisskoðun hjá rússneska knattspyrnufélaginu CSKA Moskvu en það er fótbolti.net sem greinir frá þessu. Arnór, sem er 19 ára gamall, mun gangast undir læknisskoðun í München í Þýskalandi á morgun. 

Arnór gekk til liðs við Norrköping frá ÍA á síðasta ári en rússneska félagið hefur lagt fram nokkur tilboð í leikmanninn að undanförnu. Sænska liðið hefur hafnað þeim öllum, þangað til nú, en nýjasta tilboð CSKA Moskvu er sagt hljóða upp á 4 milljónir evra.

Hann verður annar Íslendingurinn í röðum CSKA Moskvu en Hörður Björgvin Magnússon er einnig samningsbundinn liðinu. Arnór verður sjötti Íslendingurinn i rússnesku úrvalsdeildinni en þeir Sverrir Ingi Ingason, Ragnar Sigurðsson, Björn Bergmann Sigurðarson og Jón Guðni Fjóluson leika allir í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert