Griezmann valinn bestur

Antoine Griezmann sýnir stuðningsmönnum Atlético Madrid heimsmeistarabikarinn.
Antoine Griezmann sýnir stuðningsmönnum Atlético Madrid heimsmeistarabikarinn. AFP

Antoine Griezmann hefur verið útnefndur leikmaður Evrópudeildarinnar í knattspyrnu fyrir leiktíðina 2017/2018 af UEFA. Þetta var tilkynnt í Monaco rétt í þessu en þar fer fram drátturinn í Evrópudeildinni.     

Griezmann lék lykilhlutverk í liði Atlético Madrid sem vann Evrópudeildina í fyrra en liðið sigraði Marseille 3:0 í úrslitaleik keppninnar. Griezemann skoraði tvö mörk í leiknum.

Griezmann komst ekki á athöfnina þar sem Atlético Madrid á leik við Celta Vigo á morgun. Í skilaboðum sem Griezmann sendi frá sér þakkar hann þjálfara og liðsfélögum sínum fyrir þeirra þátt í verðlaununum:

„Þetta er mikill heiður og ég er stoltur yfir því að fá verðlaunin og ég þakka þeim sem kusu mig. Ég vil einnig nota tækifærið og þakka þjálfaranum mínum, þjálfarateyminu, sjúkrateyminu og auðvitað liðsfélögum mínum. Þessi verðlaun eru einnig fyrir stuðningsmennina. Ég vona að þessi verðlaun séu aðeins byrjunin og að ég muni vinna fleiri verðlaun sem einstaklingur og liðsmaður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert