Varar Messi við

Lionel Messi.
Lionel Messi. AFP

Julen Lopetegui þjálfari Evrópumeistara Real Madrid varar Lionel Messi við að hafa efasemdir um Real Madrid en Messi segir að Madridarliðið sé ekki eins öflugt eftir að það missti Cristiano Ronaldo.

Messi telur að með tilkomu Ronaldos sé Juventus líklegast til að hampa Evrópumeistaratitlinum á þessu tímabili en Real Madrid, með Ronaldo í broddi fylkingar, hefur unnið sigur í Meistaradeildinni undanfarin þrjú ár.

„Ég myndi ekki vera með neinar efasemdir um leikmenn Real Madrid. Við höfum byrjað tímabilið ágætlega en það er stutt liðið á það og það eru þrjár vikur þar til keppni í Meistaradeildinni hefst. Við stefnum á að vinna þá titla sem eru í boði,“ segir Lopetegui en Real Madrid rétt eins og Barcelona hefur unnið alla þrjá deildarleiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert