Mourinho veit ekkert um framtíð Pogba

Paul Pogba gæti yfirgefið herbúðir Manchester United.
Paul Pogba gæti yfirgefið herbúðir Manchester United. AFP

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir Paul Pogba, miðjumann liðsins. Pogba sagði sjálfur í viðtali fyrir skemmstu að framtíð hans væri í óvissu. 

Barcelona og Juventus hafa áhuga á að fá Pogba til liðs við sig. „Ég veit ekki neitt hvað verður um hann. Eina sem ég veit er að hann hefur aldrei beðið um að yfirgefa félagið. Hann kom til baka frá HM í Rússlandi viku fyrir tímabilið og við erum búnir að vera saman í tvo mánuði."

„Ég get bara tjáð mig um staðreyndir, ekki orðróma. Að mínu mati vill hann vera áfram, ef hann biður ekki um að fá að fara. Ég trúi ekki orðrómunum nema umboðsmaður hans segi fjölmiðlum að hann vilji fara," sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert