Henti tveimur úr hópi fyrir farsímanotkun

Ralf Rangnick, þjálfari Leipzig.
Ralf Rangnick, þjálfari Leipzig. AFP

Ralf Rangnick, þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Leipzig, þykir harður í horn að taka og hann sýndi það fyrir leik sinna manna gegn Eintracht Frankfurt í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

Ragnick henti tveimur U21 árs landsliðsmönnum Frakka út úr leikmannahópnum þar sem þeir brutu reglur félagins með því að vera í farsímum sínum í undirbúningi liðsins fyrir leikinn.

„Strákarnir munu koma aftur til liðs við okkur á æfingu á morgun og ég vona að þeir hafi lært sína lexíu,“ sagði Ragnick eftir 1:1 jafntefli liðsins á móti Frankfurt.

„Þessu máli er lokið og við hlökkum til leiksins á móti Stuttgart á miðvikudaginn,“ sagði þjálfarinn við fréttamenn eftir leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert