Bandaríkin og Kanada á HM

Alex Morgan fagnar marki gegn Jamaíka í nótt.
Alex Morgan fagnar marki gegn Jamaíka í nótt. AFP

Bandaríkin og Kanada tryggðu sér í nótt farseðilinn á heimsmeistaramót kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Frakklandi á næsta ári.

Bandaríkin, sem eiga titil að verja, burstuðu Jamaíka 6:0 í undanúrslitum í undan­keppni heims­meist­ara­mótsins í Texas. Tobin Heath og Alex Morgan skoruðu tvö mörk hvor og þær Megan Rapinoe og Julie Ertz gerðu sitt markið hvor.

Kanada vann stórsigur á Panama 7:0 og tekur þátt í úrslitakeppni HM í sjöunda sinn. Christine Sinclair og Adriana Leon skoruðu tvö mörk hvor og þær Jessie Fleming, Janine Beckie og  Rebecca Quinn skoruðu eitt mark hver.

Ekki er öll von úti fyrir Jamaíka og Panama um að komast á HM. Liðin mætast í leiknum um þriðja sætið í riðlinum á miðvikudaginn. Sigurvegarinn kemst á HM en tapliðið mætir Argentínu í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert