Versta árið í sögunni

Joachim Löw brúnaþungur og skildi engan undra.
Joachim Löw brúnaþungur og skildi engan undra. AFP

Mikill þrýstingur er kominn á forráðamenn þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu á að reka landsliðsþjálfarann Joachim Löw frá störfum. Þjóðverjar töpuðu fyrir heimsmeisturum Frakka í Þjóðadeild UEFA í fyrrakvöld og árið 2018 er orðið versta ár í sögu þýska landsliðsins frá upphafi.

Þjóðverjar hafa tapað sex leikjum á þessu ári. Þeir töpuðu fyrir Mexíkó og S-Kóreu á HM í Rússlandi og enduðu í neðsta sæti í sínum riðli. Þjóðverjar töpuðu vináttuleikjum á móti Brasilíu og Austurríki og gegn Hollendingum og Frökkum í Þjóðadeildinni þar sem þeir sitja á botni 3. riðils í A-deildinni og eiga á hættu að falla í B-deildina.

Löw hefur stýrt þýska landsliðinu frá árinu 2006 og hefur náð góðum árangri með það. Þjóðverjar urðu heimsmeistarar 2014 eftir að hafa endað í 3. sæti 2010 og þeir höfnuðu í 2. sæti á EM 2008. Löw framlengdi samning sinn við þýska knattspyrnusambandið í maí og gildir samningur hans fram til ársins 2022.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert