Hundurinn bjargaði á línu (myndskeið)

AFP

Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik í argentínsku C-deildinni í knattspyrnu um síðustu helgi.

Í leik Juventud Unida Gualeguaychu og Defensores Belgrano gerðist afar skondið atvik í stöðunni 3:0 fyrir Juventud Unida. Markvörður Defensores var með boltann og eftir útspark hans fór knötturinn í andstæðinginn og féll fyrir fætur hans. Hann spyrnti boltanum í áttina að tómu markinu og voru liðsmenn Juventud Unida reiðubúnir að fagna markinu en þá var allt í einu kominn nýr markvörður. Hundur eins stuðningsmanns Defensores Belgrano stökk inn á völlinn og bjargaði því að boltinn fór ekki í netið en sjá má myndskeið af atvikinu hér að neðan.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert