Gaman að byrja á einu besta liði heims

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. Ljósmynd/Twitter-síða Malmö

„Það verður þvílíkt gaman að hefja nýtt tímabil á alvöruleikjum við eitt besta lið heims,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í Svíþjóð, við Morgunblaðið í gær eftir að sænska liðið dróst gegn enska stórliðinu Chelsea í 32ja liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Leikirnir fara fram 14. og 21. febrúar, um hálfum öðrum mánuði áður en keppni hefst í sænsku úrvalsdeildinni 2019. Þetta er annað árið í röð sem sænskt lið nær svona langt en Östersund komst í 32ja liða úrslit fyrir ári og mætti þá Arsenal.

„Þetta er rosalega spennandi verkefni og þó að það hafi komið einhverjum á óvart að við næðum svona langt vissum við að við værum með gott lið og sýndum og sönnuðum að við ættum fullt erindi gegn sterkum liðum í Evrópudeildinni,“ sagði Arnór en Malmö náði öðru sæti í sínum riðli, á eftir Genk frá Belgíu og tapaði aðeins einum leik af sex.

Malmö náði þessu með fræknum útisigri gegn Besiktas í Tyrklandi í lokaumferðinni síðasta fimmtudag.

„Það var rosalega stórt. Við unnum þá í heimaleiknum og sigur í Istanbúl var það eina í stöðunni fyrir okkur til að komast áfram. Það var þvílíkt gaman að spila þarna og ná að vinna leikinn,“ sagði Arnór.

Sjá allt viðtalið við Arnór Ingva í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert