Rosenborg loks búið að finna þjálfara

Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. Ljósmynd/rbk.no

Norska meistaraliðið Rosenborg sem Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson leikur með er loks búið að ráða þjálfara eftir margra mánaða þjálfaraleit.

Erik Horneland hefur verið ráðinn þjálfari liðsins til næstu tveggja ára. Horneland er 43 ára gamall og hefur þjálfað norska liðið Haugesund frá árinu 2016.

Kåre Ingebrigtsen var rekinn frá störfum sem þjálfari Rosenborg í júlí á síðasta ári. Hollendingurinn Rini Coolen stýrði liðinu til bráðabirgða út tímabilið og undir hans stjórn varð Rosenborg bæði norskur meistari og bikarmeistari og komst í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þar sem liðið hafnaði í neðsta sæti í sínum riðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert