Suárez á leiðinni til Arsenal

Denis Suárez er á leiðinni til Arsenal.
Denis Suárez er á leiðinni til Arsenal.

Spænski knattspyrnumaðurinn Denis Suárez mun að öllum líkindum ganga í raðir Arsenal áður en félagsskiptaglugginn lokar, á lánssamningi sem gildir út leiktíðina. Arsenal eyddi um 64 milljónum punda í leikmenn á síðustu leiktíð og kemur því aðeins til greina að fá Suárez að láni. 

Arsenal fengi forkaupsrétt á Suárez eftir leiktíðina. Suárez spilaði fyrir Unai Emery, knattspyrnustjóra Arsenal, hjá Sevilla tímabilið 2014/15, en hefur aðeins spilað átta leiki með Barcelona á leiktíðinni og þar af aðeins tvo í byrjunarliði. 

Barcelona fékk fleiri tilboð í Suárez, m.a frá Real Betis, en Spánverjinn vill fara til Arsenal. Suárez er ætlað að fylla í það skarð sem Aaron Ramsey mun skilja eftir sig er hann gengur í raðir Juventus eftir leiktíðina. 

Hann mun væntanlega skrifa undir nýjan samning við Barcelona á næstu dögum, svo spænska félagið geti sett hærri verðmiða á miðjumanninn. Hann var um tíma hjá Manchester City og spilaði tvo leiki í enska deildabikarnum er hann var táningur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert