Frábær sigur Tottenham

Son Heung-min og Serge Aurier fagna marki Suður-Kóreubúans snemma í …
Son Heung-min og Serge Aurier fagna marki Suður-Kóreubúans snemma í seinni hálfleik. AFP

Tottenham vann frábæran 3:0-sigur á Dortmund á Wembley í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Real Madrid vann Ajax 2:1 í Amsterdam.

Öll mörk kvöldsins komu í seinni hálfleik. Son Heung-min kom Tottenham yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Jan Vertonghen, sem lék sem vinstri vængbakvörður. Vertonghen skoraði svo sjálfur þegar um tíu mínútur voru til leiksloka, eftir fyrirgjöf Serge Aurier, og varamaðurinn Fernando Llorente fullkomnaði sigurinn rétt eftir að hafa komið inn á, með skalla eftir hornspyrnu Christian Eriksen.

Liðin mætast að nýju í Þýskalandi þriðjudagskvöldið 5. mars.

Ajax skoraði mark í fyrri hálfleik gegn Real Madrid en það var dæmt af með myndbandsdómgæslu, og er það í fyrsta sinn sem VAR-tækninni er beitt í Meistaradeild Evrópu. Karim Benzema skoraði hins vegar fullkomlega löglegt mark á 60. mínútu og kom Real yfir. Hakim Zyiech jafnaði metin fyrir heimamenn en Marco Asensio skoraði sigurmark Real rétt fyrir leikslok.

Tottenham - Dortmund, 3:0
(Son Heung-min 47., Jan Vertonghen 83., Fernando Llorente 86.)
Ajax - Real Madrid, 1:2
(Hakim Ziyech 75. - Karim Benzema 60., Marco Asensio 87.)

Tottenham 3:0 Dortmund opna loka
90. mín. Raphaël Guerreiro (Dortmund) á skot framhjá Fínasta skot utan teigs, en rétt framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert