Bale gæti fengið langt bann

Gareth Bale í leiknum gegn Atlético Madrid.
Gareth Bale í leiknum gegn Atlético Madrid. AFP

Gareth Bale, leikmaður Evrópumeistara Real, gæti átt yfir höfði sér allt að tólf leikja bann eftir umdeildan fögnuð hans þegar hann skoraði í borgarslag Real Madrid og Atlético Madrid um síðustu helgi.

Bale kom af varamannabekknum og skoraði þriðja mark Real Madrid. Hann fagnaði því fyrir framan stuðningsmenn Atlético Madrid á Wanda Metropolitano.

Í fögnuði sínum lyfti Bale hægri handleggnum upp að höfði sínu, var með ýmsar hreyfingar og með látbragði sínu ögraði hann stuðningsmönnum Atlético Madrid en þessi handarhreyfing er talin móðgandi á Spáni.

Forsvarsmenn spænsku deildarinnar hafa ritað formlegt kvörtunarbréf og mun aganefnd spænska knattspyrnusambandsins taka málið fyrir. Hann gæti fengið fjögurra til tólf leikja bann ef hann verður fundinn sekur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert