Rakel lét enn að sér kveða

Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rakel Hönnudóttir landsliðskona í knattspyrnu er þegar komin með viðurnefnið „super-sub“ hjá Reading en í kvöld gerði hún það enn gott eftir að hafa komið inn á sem varamaður með liðinu.

Reading tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni og Rakel hóf leik á varamannabekknum eins og í þremur fyrstu leikjum sínum með liðinu. West Ham var komið í 2:0 snemma í seinni hálfleik þegar Rakel var skipt inn á á 56. mínútu. Aðeins átta mínútum síðar var hún felld í vítateig West Ham og dæmd vítaspyrna. Fara Williams skoraði og minnkaði muninn í 2:1 en það urðu síðan lokatölurnar.

Reading er í sjöunda sæti af ellefu liðum í deildinni með 18 stig úr 14 leikjum og missti West Ham upp fyrir sig með úrslitunum í kvöld. Reading á hins vegar leik til góða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert