Arnór með eftir fæðingu „prinsessunnar“

Arnór Ingvi Traustason varð pabbi í gær.
Arnór Ingvi Traustason varð pabbi í gær. mbl.is/Eggert

Arnór Ingvi Traustason verður með Malmö í kvöld þegar liðið mætir Chelsea í Lundúnum í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Arnór Ingvi sýndi mynd þess efnis á Instagram í dag þegar hann lenti í Lundúnum. Hann varð eftir í Svíþjóð þegar aðrir í liði Malmö ferðuðust á þriðjudag þar sem þau Andrea Röfn Jón­as­dótt­ir áttu von á barni en það kom í heiminn í gær.

„Við ættum öll að fagna núna. Hann er búinn að eignast litla prinsessu. Vel gert Andrea og Arnór,“ sagði Uwe Rösler, þjálfari Malmö, á blaðamannafundi í Lundúnum í gærkvöld. Hann grínaðist með að ef forráðamenn félagsins væru til í að leigja einkaþotu þá gæti Arnór verið með í kvöld en samkvæmt sænskum fjölmiðlum og textalýsingu frá leiknum á vef UEFA er enn möguleiki á að Arnór spili í kvöld.

Arnór var í byrjunarliði Malmö í fyrri leiknum sem Chelsea vann 2:1 í Svíþjóð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert