Sterling með þrennu

Raheem Sterling fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld.
Raheem Sterling fagnar einu af þremur mörkum sínum í kvöld. AFP

Stjarna Raheem Sterlings leikmanns Manchester City skein skært á Wembley í kvöld þegar Englendingar burstuðu Tékka 5:0 í A-riðlinum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu.

Sterling skoraði þrennu og fékk vítaspyrnu sem Harry Kane skoraði úr og fimmta markið var sjálfsmark sem markvörður Tékka skoraði. Í sama riðli skildu Búlgaría og Svartfjallaland jöfn 1:1.

Cristiano Ronaldo lék sinn fyrsta leik með Portúgölum frá því á HM í fyrra þegar Portúgalar tóku á móti Úkraínumönnum. Markalaust jafntefli varð niðurstaðan. Í sama riðli hafði Luxemborg betur á móti Litháen 2:1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert