Lukaku sendur heim

Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. AFP

Belgíska landsliðið í knattspyrnu hefur sent Romelu Lukaku heim til Manchester vegna meiðsla í fæti og verður hann því ekki með í leik Belgíu gegn Kýpur í undankeppni EM á morgun. Þá er einnig óvíst hvort hann verði búinn að ná sér fyrir leik Manchester United gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Lukaku var ekki með Belgum í 3:1 sigrinum á Rússlandi í fyrsta leiknum í I-riðli en vonast var til að hann gæti náð seinni leiknum gegn Kýpur. Nú hefur belgíska knattspyrnusambandið aftur á móti staðfest að hann hafi verið sendur heim.

Lukaku var ekki með félagsliði sínu, United, í tapinu í enska bikarnum gegn Wolves um síðustu helgi en hann var síðast með í 2:0 tapi United gegn Arsenal þann 10. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert