Áhorfendamet í ítalska kvennaboltanum

39.000 manns eru mættir til þess að fylgjast með leik …
39.000 manns eru mættir til þess að fylgjast með leik Fiorentina og Juventus í ítölsku A-deildinni. AFP

Fiorentina tekur á móti Juventus í ítölsku A-deild kvenna í knattspyrnu í dag á Allianz-vellinum en leikurinn hófst klukkan 14. Liðin eru í harðri toppbaráttu en Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 47 stig eftir átján umferðir en Fiorentina er í öðru sætinu með 46 stig.

39.000 áhorfendur eru mættir til þess að fylgjast með leiknum sem er nýtt met í kvennaboltanum á Ítalíu. Um síðustu helgi mættust Atlético Madrid og Barcelona í spænsku 1. deild kvenna þar sem tæplega 61.000 manns mættu til þess að fylgjast með leiknum sem er nýtt heimsmet í leik félagsleik hjá konum.

Áhorf­enda­metið í alþjóðleg­um kvenna­fót­bolta eru 90.185 áhorf­end­ur en það gerðist árið 1999 þegar Banda­rík­in og Kína mætt­ust í úr­slita­leik HM 1999 á Fox­boro-vell­in­um í Fox­borough í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert