Ég er heppnasti maður í heimi

Christian Eriksen og liðsfélagar hans fagna í kvöld.
Christian Eriksen og liðsfélagar hans fagna í kvöld. Ljósmynd/@SpursOfficial

Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, þrátt fyrir 4:3-tap fyrir Manchester City á útivelli. Tottenham vann fyrri leikinn á heimavelli, 1:0, og fer því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 

Sergio Agüero skoraði fyrir Manchester City í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu, en City hefði farið áfram, hefði það staðið. Christian Eriksen gerði sig sekan um sjaldséð mistök þegar ömurleg sending hans bjó til færið fyrir City í lokin. 

„Ég er heppnasti maður í heimi þar sem síðasta markið var dæmt af. Þessi leikur var rússíbani. Mörk, mörk, mörk, mörk og dramatík alls staðar. Það var mjög skemmtilegt að spila þennan leik," sagði Eriksen við fjölmiðla í leikslok. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert