De Gea í sárum

David De Gea fékk á sig afar klaufalegt mark gegn …
David De Gea fékk á sig afar klaufalegt mark gegn Barcelona í Meistaradeildinni í vikunni. AFP

David de Gea, markmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, var í sárum eftir 3:0-tap liðsins gegn Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vikunni. Fyrri leik liðanna lauk með 1:0-sigri Barcelona á Old Trafford og United er því úr leik í keppninni í ár, samanlagt 4:0.

Spænski markmaðurinn gerði sig sekan um slæm mistök í öðru marki Barcelona á Nývangi í vikunni og var, samkvæmt enskum fjölmiðlum, í sárum í búningsklefa United eftir leik. Hann bað liðsfélaga sína afsökunar á frammistöðu sinni og taldi þeim trú um að þeir hefðu farið áfram í einvíginu, ef ekki hefði verið fyrir mistök sín.

De Gea verður samningslaus sumarið 2020 og hefur markmaðurinn ekki ennþá skrifað undir nýjan samning við félagið. De Gea vill fá 400.000 pund á viku í laun en það er upphæð sem United er ekki tilbúið að borga Spánverjanum og því er framtíð hans á Old Trafford í miklli óvissu þessa dagana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert