Heil umferð færð fyrir Ajax

Leikmenn Ajax fagna sigri á Juventus.
Leikmenn Ajax fagna sigri á Juventus. AFP

Hollenska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að færa heila umferð í efstu deild karla til að hjálpa Ajax í Meistaradeild Evrópu. Ajax mætir Tottenham í undanúrslitum eftir frækna sigra á Real Madrid í 16-liða úrslitum og Juventus í 8-liða úrslitum. 

Fyrri leikurinn við Tottenham fer fram í London þann 30. apríl. Tveimur dögum fyrr átti Ajax að leika við De Graafschap. Knattspyrnusambandið hefur frestað þeim leik um tvær vikur og öllum öðrum leikjum umferðarinnar sömuleiðis. 

Knattspyrnusambandið greinir frá því að þetta sé ekki gert til að veita Ajax meiri hvíld en Tottenham, heldur vegna þess að það sé óheppilegt að spila leik í Hollandi á sunnudegi og svo annan í London á þriðjudegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert