„Er 1000 prósent víst“

Cristiano Ronaldo fagnar ítalska meistaratitlinum.
Cristiano Ronaldo fagnar ítalska meistaratitlinum. AFP

Cristiano Ronaldo segist vera 1000 prósent staðfestur að halda áfram að spila með Juventus en þetta sagði hann eftir að hafa unnið ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn.

Juventus lagði Fiorentina að velli 2:1 og tryggði sér þar með ítalska meistaratitilinn áttunda árið í röð en Ronaldo gekk í raðir liðsins frá Real Madrid eftir tímabilið.

Nikola Milenkovic kom Fiorentina yfir á 6. mínútu leiksins. Alex Sandro jafnaði metin á 37. mínútu fyrir Juventus og sigurmarkið var sjálfsmark frá German Pezzella á 53. mínútu leiksins.

„Þetta hefur verið frábært tímabil og ég hef allið vel inn í liðið. Okkur tókst ekki að komast lengra í Meistaradeildinni en raun bar vitni en á næsta ári verður nýr karfli skrifaður. Ég verð áfram hjá Juventus. Það er 1000 prósent víst,“ sagði Ronaldo eftir leikinn.

Þetta var sjötti landsmeistaratitill Ronaldo en hann var þrisvar sinnum enskur meistari með Manchester United og tvisvar með Real Madrid. Portúgalinn hefur á ferli sínum unnið 28 titla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert