Gamli Stjörnumaðurinn tryggði bikartitil

Hjörtur Hermannson lék allan leikinn með Bröndby.
Hjörtur Hermannson lék allan leikinn með Bröndby. AFP

FC Midtjylland varð í dag danskur bikarmeistari í fótbolta í fyrsta skipti. Midtjylland hafði þá betur gegn Brøndby í úrslitaleik á Parken í vítakeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengingu var 1:1. 

Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörninni hjá Brøndby, sem varð danskur bikarmeistari á síðasta ári. Hann fór hins vegar ekki á vítapunktinn í vítakeppninni, sem Midtjylland vann 4:3. 

Alexander Scholz, sem lék með Stjörnunni árið 2012, tryggði sigur Midtjylland með marki úr síðustu vítaspyrnunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert