Komust tímabundið á toppinn

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í landsleik.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í landsleik. AFP

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar hennar í Utah Royals komust tímabundið í toppsæti bandarísku atvinnudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld þegar þær gerðu jafntefli við meistaraliðið North Carolina Courage á útivelli, 1:1.

Utah komst yfir strax á 7. mínútu með marki frá Amy Rodriguez en Elizabeth Eddy jafnaði fyrir North Carolina á 78. mínútu. Gunnhildur lék allan leikinn á miðjunni hjá Utah en henn hefur enn ekki verið skipt af velli í deildarleik síðan hún kom til félagsins fyrir tímabilið 2018.

Utah er með 10 stig eftir fimm leiki og var efst í leikslok en ljóst er að annaðhvort Houston Dash eða Chicago Red Stars kemst á toppinn að loknum leik þeirra sem nú stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert