Mbappé leikmaður ársins

Kylian Mbappé með verðlaun sín.
Kylian Mbappé með verðlaun sín. AFP

Franska ungstirnið Kylian Mbappé, framherji meistaranna í Paris SG, var í kvöld útnefndur leikmaður ársins í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Mbappé, sem er 20 ára gamall, var einnig valinn besti ungi leikmaðurinn í deildinni og er í liði ársins.

Hann hefur skorað 32 mörk í 28 leikjum í deildinni en einni umferð er ólokið í frönsku deildinni. Mbappé sagði við fréttamenn eftir að hafa tekið á móti viðurkenningu sinni að svo gæti farið að hann færi frá Paris SG í sumar en hann hefur verið sterklega orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert