Lippi aftur tekinn við Kínverjum

Marcello Lippi.
Marcello Lippi. AFP

Ítalinn Marcello Lippi er aftur orðinn þjálfari kínverska landsliðsins í knattspyrnu eftir að hafa látið af störfum með liðið fyrir fjórum mánuðum.

Lippi hætti eftir að Kínverjar töpuðu fyrir Írönum í átta liða úrslitum Asíukeppninnar í janúar og í mars var landi hans, Fabio Cannavaro, ráðinn landsliðsþjálfari. Í lok apríl ákvað Cannavaro að hætta og einbeita sér alfarið að þjálfun kínverska liðsins Guangzhou Evergrande.

Lippi er nú tekinn aftur við en hann stýrði kínverska landsliðinu frá 2016-19. Honum er ætlað að koma Kínverjum í úrslitakeppni HM í Katar 2022 en Kína hefur aðeins einu sinni spilað á HM. Það var árið 2002 en í þeirri keppni fóru Kínverjar heima án stiga og án þess að skora mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert