Óvíst hvort Mané sé í leikbanni

Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool á dögunum.
Sadio Mané varð Evrópumeistari með Liverpool á dögunum. AFP

Sadio Mané, leikmaður Liverpool, gæti verið í banni þegar Senegal mætir Tansaníu í fyrsta leik liðsins í Afríkukeppninni í fótbolta sem hefst 21. júní í Egyptalandi. Það er þó ekki víst. 

Mané fékk gult spjald í leik Senegal og Miðbaugs-Gíneu í undankeppninni og svo virtist hann einnig fá spjald gegn Madagaskar síðar í undankeppninni. Tvö gul spjöld í undankeppninni þýða bann. 

Gula spjaldið var þó hvergi sjáanlegt á leikskýrslu dómarans eftir leikinn við Madagaskar og er því óvíst hvort Mané sé í banni eða. Knattspyrnusamband Senegals hefur haft samband við knattspyrnusamband Afríku og krafist svara. 

Mótið fer fram í Egyptalandi og er Senegal í lokakeppni Afríkumótsins í þriðja skipti. Senegal er í riðli með Tansaníu, Alsír og Kenía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert