Riðlakeppni HM lýkur í dag

Svíar eru komnir áfram en mæta Bandaríkjunum í uppgjöri toppliða …
Svíar eru komnir áfram en mæta Bandaríkjunum í uppgjöri toppliða F-riðils. AFP

Riðlakeppninni á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu lýkur í dag þegar lokaleikir í E-riðli og F-riðli fara fram.

Þegar er ljóst hvaða lið hreppa efstu tvö sætin í riðlunum og fara sjálfkrafa í 16-liða úrslitin. Í E-riðli eru Holland og Kanada komin áfram og þau mætast innbyrðis þar sem toppsætið er í húfi. Á meðan mætast Kamerún og Nýja-Sjáland.

Sama staða er uppi í F-riðli, þar sem Bandaríkin og Svíþjóð hafa fullt hús stiga og berjast um toppsætið í dag. Síle og Taíland mætast í hinum leiknum, en í báðum riðlunum er þó að nokkru að keppa um þriðja sætið.

Fjögur lið með bestan árangur í þriðja sæti í riðlunum sex komast nefnilega áfram í 16-liða úrslitin, en Argentína er sem stendur með fjórða og síðasta sætið inn með tvö stig í þriðja sæti D-riðils. Markatala sker úr um röðunina og því til mikils að vinna að sækja sem stærstan sigur.

Leikir dagsins:

E-riðill:
16.00 Holland – Kanada
16.00 Kamerún – Nýja Sjáland

F-riðill:
19.00 Svíþjóð – Bandaríkin
19.00 Taíland - Síle

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert