San Siro verður jafnaður við jörðu

San Siro
San Siro AFP

San Siro, einn frægasti knattspyrnuvöllur heims, verður rifinn niður á næstunni. Annar völlur verður reistur á svæði við hliðina á. AC Milan og Inter leika bæði heimaleiki sína á San Siro sem tekur rúmlega 80 þúsund áhorfendur. 

San Siro var byggður fyrir 93 árum síðan og er byrjað að sjá á vellinum. Í staðinn fyrir að taka hann í gegn, munu Mílan-félögin leiða saman hesta sína og byggja nýjan frá grunni. 

AC Milan hefur spilað á San Siro síðan hann var tekinn í notkun árið 1926 og Inter síðan 1945. Landsleikir Ítalíu fara af og til fram á vellinum. Bæði Inter og AC Milan munu leika heimaleiki sína á vellinum á meðan nýr völlur er í byggingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert