„Nú kem ég inn af enn meiri krafti“

Arnór Sigurðsson fagnar marki í Meistaradeildinni síðasta vetur.
Arnór Sigurðsson fagnar marki í Meistaradeildinni síðasta vetur. AFP

Það liggur vel á Skagamanninum Arnóri Sigurðssyni, leikmanni CSKA Moskvu, þegar Morgunblaðið heyrir í honum hljóðið. Keppni á nýju tímabili í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er hafin og CSKA flýgur í dag austur til borgarinnar Samara, þar sem liðsins bíður fyrsti deildarleikurinn á morgun.

„Við erum búnir að spila fjóra leiki á undirbúningstímabilinu, tapa þremur en vinna einn. Það eru ekki úrslitin sem skipta öllu máli en það var gott að ná að enda þetta með sigri áður en við förum inn í mótið,“ segir Arnór, sem gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í síðasta æfingaleiknum fyrir tímabilið á þriðjudag. Hann segir það muna miklu að hafa náð öllum undirbúningi liðsins í sumar, en í fyrra var deildin hafin þegar CSKA keypti hann frá Norrköping í Svíþjóð í lok ágúst.

„Þetta er allt annað. Það voru fimm eða sex leikir búnir í deildinni þegar ég kom inn í fyrra. Það skiptir máli að ná öllu undirbúningstímabilinu ofan á það að vera búinn með eitt tímabil. Nú kem ég inn af enn meiri krafti,“ segir Arnór, sem hefur fengið þau skilaboð að hann verði í stærra hlutverki hjá liðinu í vetur eftir að hafa slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í fyrra.

Sjá samtal við Aron í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert