Trippier orðinn leikmaður Atlético Madríd

Kieran Trippier er orðinn leikmaður Atlético Madríd.
Kieran Trippier er orðinn leikmaður Atlético Madríd. AFP

Enski knattspyrnumaðurinn Kieran Trippier er orðinn leikmaður spænska félagsins Atlético Madríd. Hann kemur til félagsins frá Tottenham þar sem hann hefur verið síðastliðin fjögur ár. Trippier gerir þriggja ára samning við Atlético. 

Trippier kom til Tottenham frá Burnley og hefur verið mikilvægur leikmaður í enska landsliðinu á síðustu árum. Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, var reiðubúinn að losa sig við Trippier þar sem hann vill breyta leikmannahópi sínum fyrir komandi tímabil. 

Trippier var með betri leikmönnum Englands á HM í Rússlandi síðasta sumar, er liðið fór alla leið í undanúrslit. Hann lék svo með Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. 

Tottenham gæti einnig selt Danny Rose, Vincent Janssen og Georges-Kevin Nkoudou, en þeir ferðuðust ekki með líðinu til Singapúr, þar sem liðið æfir og spilar á undirbúningstímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert